Strandsiglingar

Það er lífsspurmál fyrir þjóðina alla að strandsiglingar hefjist að nýju.  Skip sem sigla "vestur um" og "austur um" einu sinni í viku eru nauðsynleg til þess að endurreisa atvinnulífið á landsbyggðinni.  Hafið hefur alltaf verið hinn eini sanni hringvegur Íslands og fiskurinn í sjónum og sauðkindin það sem haldið hefur í okkur lífinu í þúsund ár.  Ef nýta á auðlindir þjóðarinnar af skynsemi fyrir þjóðarhag þá er þetta eitt af því fyrsta sem gera þarf til að treysta grunninn og efla samstöðuna.

Skipaútgerð ríkisins var lögð niður 1992 af ríkistjórn Davíðs Oddssonar með Halldór Blöndal samgönguráðherra í fararbroddi.  Helstu rökin fyrir þessari aðför að landsbyggðinni voru þau að ekki mætti "niðurgreiða" þessa útgerð.  Allar götur síðan hafa vegir landsins verið niðurgreiddir, kostaðir af ríkinu eins og eðlilegt er.

Ef koma þarf vöru frá Bíldudal til Raufarhafnar þá þarf fyrst að senda hana til Reykjavíkur (kr.37 þús/tonn) og þaðan norður (kr.45 þús/tonn) skv. taxta Flytjanda (ágúst 2008).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á vegg heima hjá mér hanga tvö innrömmuð hlutabréf í Eimskipafélagi Íslands frá stofnun þess. Þau er gefin út á  börn þess tíma. Eru þessir tímar að renna upp að nýju frændi?

Sigurbjörn Sveinsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 09:29

2 Smámynd: Jörundur Garðarsson

Sæll og þakka þér fyrir "innlitið".  Ég á líka hlutabréf í Eimskip sem ég fékk í arf eftir afa minn.  Þessir tímar þurfa að renna upp að nýju.  Í tveimur tilraunaferðum Eimskipa til Ísafjarðar var komið við á Bíldudal og tekin 700 tonn af afurðum úr kalkþörungum.  Ef reglulegar strandsiglingar verða ekki að veruleika mun það standa útflutningi og gjaldeyrissköpun fyrir þrifum.

Jörundur Garðarsson, 4.12.2008 kl. 10:04

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Sammála. Strandsiglingar eru framtíðin. Umhverfisvænni en þjóðvegaflutningar.

Gísli Ingvarsson, 7.12.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband