Ísland er í straffi

Og enn er bið.  Við svífum í tómarúmi, stjórnlaust og vitum ekkert nema það að lending hlýtur að verða einhvers staðar og einhvern tíman.  Það sem annars fyllti upp í tómarúmið í gær voru orð forseta lýðveldisins á fundi með einhverjum sendiherrum. 

Ísland er í straffi eins og ofdekraður unglingur sem brotið hefur af sér.  Hann fær ekki meiri peninga nema hann láti af óráðsíu og slæmri hegðun.  Hann er ekki vanur að hlýða neinu og nú orgar hann og heimtar og kennir öðrum um.  Hann er jafnvel með hótanir og segist skulu sýna öllum að hann geti vel farið með peninga, hann verði bara að fá meira núna.  En unglingurinn er í slæmum félagsskap og foreldrarnir vita að allt muni fara á sömu leið.  Þau segjast því ekki geta treyst honum fyrir peningum fyrr en hann hætti að vera með þessum vafasömu félögum og temji sér heiðarleika og sparsemi.

Hvað gerist í dag?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband