Svæðisútvarpi lokað

Þegar draga skal úr kostnaði við rekstur Ríkisútvarpsins, útvarps allra landsmanna þá er byrjað á að leggja niður svæðisútvarpið.  Það er um að gera að brjóta niður allt sem stuðlað getur að samstöðu fólks í hinum dreifðu byggðum.  Ég held að Ríkisútvarpið ætti að upplýsa okkur um rekstrarkostnað stofnunarinnar, í smáatriðum.  Hvað vinna margir hjá þessu fyrirtæki okkar og hver eru laun og hlutverk hvers og eins.  Ég veit ekki hvort það er rétt sem ég hef heyrt að nokkur hundruð manns vinni hjá stofnuninni.  Fróðlegt væri að fá ítarlegar upplýsingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Er alveg sammála því að það er mikil eftirsjá að svæðisútvörpum RÚV. 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 29.11.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband