Dánardægur Jóns Sigurðssonar

Á s.l. fimmtudag horfði ég yfir Arnarfjörðinn og yfir að Hrafnseyri fæðingarstað Jóns Sigurðssonar og í dag sat ég ég við skrifborð Jóns í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og skrifaði í gestabókina á dánardægri hans.  Ég hef alltaf verið stoltur af því að vera Arnfirðingur og ólst upp við að það væri öfundsvert að fá að vera Íslendingur.  En nú er hún Snorrabúð stekkur eins og sagt var.  Auðkúluhreppur, heimasveit Jóns nánast komin í eyði og í Arnarfirði sem í þúsund ár var þéttbyggð sveit er lítið eftir sem Jón hefði verið stoltur af.  Þó er Arnarfjörður gullkista sem gæti skilað íslenskri þjóð umtalsverðum verðmætum.  Fólkið þar gæti skilað þjóðarbúinu miklu meiri gjaldeyristekjum en meðaltalið ef það einungis mætti það.  Fjöreggið, sjávarauðlindin er seld hæstbjóðanda og mannfólkið og íslensk menningin skiptir ekki máli.  En ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta í dag og halda áfram að halda upp á afmælisdaginn minn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju aftur með daginn í gær.

Una Ýr (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband