8.1.2009 | 20:50
Og hvað svo....?
Í bók sem heitir Fiskleysisguðinn, sem er greinasafn eftir Ásgeir Jakobsson blaðamann (1919 1996) útg. 2001, heldur Ásgeir fram skoðunum sínum um fiskveiðistjórnunina. Hann færði rök fyrir því í fjölmörgum greinum sem birtust í Morgunblaðinu á árunum frá 1975 1995 að fiskveiðistjórnunin væri ekki byggð á haldbærum rökum. Vísindin væru byggð á sandi og eftir að framsal aflaheimilda kom til sögunnar þá spáði hann fyrir um algjört hrun þorskstofnsins, eyðingu sjávarbyggða og tilheyrandi fækkun í stétt fiskvinnslufólks og sjómanna. Þetta hefur allt komið fram. Ásgeir vitnaði gjarnan til áranna á milli 1950 1970 þegar meðalaflinn af þorski var u.þ.b. 430 þúsund tonn á ári og veiðar óheftar og þó var aflinn stöðugur. Hvernig fiskveiðistjórnunin sjálf fól í sér minnkandi afla og hvernig loðnuveiðar höfðu áhrif í sömu átt var honum tíðrætt um.
Enn er leitað loðnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:54 | Facebook
Athugasemdir
Innlegg í umræðuna: http://sigurbjorns.blog.is/blog/sigurbjorns/#entry-771398
Sigurbjörn Sveinsson, 15.1.2009 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.