23.4.2009 | 12:26
Réttlæti
Rangfenginn auður stoðar ekki, en réttlæti frelsar frá dauða.
Drottinn lætur ekki réttlátan mann þola hungur, en græðgi guðlausra hrindir hann frá sér.
Snauður verður sá, er með hangandi hendi vinnur, en auðs aflar iðin hönd.
Hygginn er sá er á sumri safnar, en skammarlega fer þeim, er um kornsláttinn sefur.
Orðskviðir Salómons 10, 2-5
Gleðilegt sumar
28.3.2009 | 00:35
Sprotafyrirtæki
Stórfelld kannabisræktun stöðvuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 09:20
Sjálfboðaliðar á stjórnlagaþing
8.1.2009 | 20:50
Og hvað svo....?
Í bók sem heitir Fiskleysisguðinn, sem er greinasafn eftir Ásgeir Jakobsson blaðamann (1919 1996) útg. 2001, heldur Ásgeir fram skoðunum sínum um fiskveiðistjórnunina. Hann færði rök fyrir því í fjölmörgum greinum sem birtust í Morgunblaðinu á árunum frá 1975 1995 að fiskveiðistjórnunin væri ekki byggð á haldbærum rökum. Vísindin væru byggð á sandi og eftir að framsal aflaheimilda kom til sögunnar þá spáði hann fyrir um algjört hrun þorskstofnsins, eyðingu sjávarbyggða og tilheyrandi fækkun í stétt fiskvinnslufólks og sjómanna. Þetta hefur allt komið fram. Ásgeir vitnaði gjarnan til áranna á milli 1950 1970 þegar meðalaflinn af þorski var u.þ.b. 430 þúsund tonn á ári og veiðar óheftar og þó var aflinn stöðugur. Hvernig fiskveiðistjórnunin sjálf fól í sér minnkandi afla og hvernig loðnuveiðar höfðu áhrif í sömu átt var honum tíðrætt um.
Enn er leitað loðnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.1.2009 | 18:02
Best að veiða þetta strax og breyta í fóður fyrir norskan lax
4 kg af loðnu geta orðið að 1 kg af fóðri sem skapa 1 kg af laxi. Norðmenn framleiða 750 þúsund tonn af laxi á ári. Til þess þarf 3 milljónir tonna af öðrum fiski. Veiðum bara alla loðnuna og þá þurfum við ekkert að hugsa um að veiða þorskinn, nema bara eitthvað lítið. Norðmennirnir sjá Evrópu fyrir nægum fiski og við þurfum ekkert að blanda okkur í það. En hvort ætli sé nú meiri matur 3 milljónir tonna eða 750 þúsund.
Fundu loðnu undan Langanesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.12.2008 | 16:03
Gleðileg jól
19.12.2008 | 14:19
Ránshyggjan
Ránshyggja er nýyrði og þýðir að hyggja á rán. Orðið lýsir vel græðgisvæðingunni sem hefur verið stunduð hér um árabil með afleiðingum sem tæplega þarf að útskýra nánar.
Það er dauði og djöfuls nauð,
er dygðasnauðir fantar
safna auð með augun rauð,
en aðra brauðið vantar.
Þessi húsgangur er eignaður ýmsum höfundum
15.12.2008 | 17:59
Jörundur Pétursson
Göran Persson hinn sænski sagði í ræðu sinni fyrir helgina að það skipti sköpum um framtíð Íslendinga að stjórnmálamenn:
1. Segðu satt
2. Þyrðu að gera það sem gera þarf
3. Stuðluðu að sanngjarnri dreifingu byrðanna
Og nú reynir á hvort þeir eru heiðarlegir, kjarkmiklir og sanngjarnir.
13.12.2008 | 23:28
Eigum við stjórnmálamenn sem segja satt, þora að gera það sem gera þarf og stuðla að sanngjarnri dreifingu byrðanna?
Ég keypti Morgunblaðið í flugvélinni á leið heim frá Kaupmannahöfn í gær. Var orðinn sæmilega úthvíldur eftir nokkurra daga frí frá Íslandi ohf. Endurreisnin hafin er fyrirsögnin á leiðara blaðsins á bls. 26. Þar er fjallað um væntanlegan halla ríkissjóðs á komandi árum og niðurskurð stjórnvalda á ríkisútgjöldum til að mæta honum. Síðan er sagt frá viðtali við Göran Persson fyrrverandi fjármála- og forsætisráðherra Svíþjóðar en hann hefur mikla reynslu eftir bankakreppuna þar í landi 1992-1995. Ég ætla ekki að rekja efni viðtalsins en niðurlag leiðarans er: Þótt reyni á ráðamenn við þessar aðstæður hvílir endurreisn íslensks samfélags á herðum fólksins. Sú vegferð er nú hafin
Á blaðsíðu 27 er grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson sem var ráðherra í ríkisstjórn Íslands 1988-1995. Greinin fjallar um ræðu Görans Persson sem hann hélt í boði Viðskiptadeildar H.Í. og Félags fjárfesta. Jón segir að ræðan hafi verið mögnuð og ekki neinn vafi á að hann hafi viljað ráða okkur heilt. Persson hafi lagt áherslu á að þótt sjálfur efnahagsvandinn væri um margt ólíkur þá væri pólitíski vandinn hinn sami. Hann snýst um það að byggja upp traust á aðgerðum stjórnvalda og að sameina krafta þjóðarinnar í uppbyggingarstarfi. Persson hafi lagt áherslu á þrennt, sem að hans mati skiptir sköpum um árangur.
1. Að segja satt
2. Að þora að gera það sem þarf að gera
3. Sanngjörn dreifing byrða
Í greininni er líka fjallað um Evrópusambandið en það er ekki það sem olli því að ég var farinn að finna fyrir reiðinni sem mér hafði tekist að gleyma í nokkra daga. Það sem vakti þessa tilfinningu var það að fyrrverandi stjórnmálamaður á launum hjá mér væri yfirhöfuð að tjá sig um þessi mál. Maður sem stuðlaði á sínum tíma að framsali aflaheimilda sem margir hagfræðingar telja upphafið að hruninu sem við upplifum nú. Jón hvarf á braut þegar kúrsinn hafði verið settur á frjálshyggjuna og ekki veit ég til þess að hann hafi gert neitt til þess að forða okkur frá því feni sem við nú erum að sökkva í.
Og svo fletti ég yfir á bls. 28. Þar er lítil grein Það er ekki einleikið hvað guð er glíminn Mér fannst fyrirsögnin skrítin og höfundurinn einhver Svavar Gestsson. Hann er þarna að skrifa um söguslóðir Íslendinga í Kaupmannahöfn og hvernig minnast megi 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar og niðurstaðan að sniðugt væri að fara í söguferðir um slóðir Jóns í Höfn. Auðvitað sá ég rautt þegar ég áttaði mig á hver höfundurinn er og hversu lítið getur lagst fyrir suma. Það var ekki fyrr en hann minntist á Þjóðviljann og fyrrverandi kollega sem hafa nú gefið út bækur um heimspekileg málefni að ég áttaði mig á að þetta var Svavar Gestsson sem ég leit upp til í eina tíð og hélt að væri málsvari réttlætis. En nú er hann bara á mínu framfæri og hefur fyrir löngu brugðist þeim væntingum sem ég eitt sinn hafði til hans.
Og svo kom ég á bls. 29 en þar er lítill pistill frá Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra. Hann er að tala um að fjárlögin sem lögð voru fram í haust séu ónýt og það hafi verið mikil vinna að gera ný. Hann er þarna að segja okkur að í fjárlögum sé lagður grunnur að framkvæmdum sem ráðist verður í á næsta ári og það skipti máli að þær séu vel ígrundaðar. Þær séu arðbærar til skemmri og lengri tíma o.s.frv. bla bla. Og að lokum segir hann: Við látum ekki stundarhagsmuni raska því starfi sem fyrir höndum er. Við horfum frekar til framtíðar, til komandi kynslóða. Þetta er raunveruleikinn sem við stöndum frammi fyrir, vandasamt verkefni sem við verðum að klára. Við ráðum fram úr því eins og öðru.
Og svo fór ég niður á Austurvöll í dag og tók þátt í þöglum mótmælum. Stóð þar við hlið Jóns Sigurðssonar, jafn þögull og hann og horfði á danska skjaldarmerkið á enninu á Alþingishúsinu. Gekk síðan um Austurstræti og upp í Lækjargötu og horfði á fallegu myndirnar af erfingjum landsins. Einhverjir hafa límt miða yfir þær sem á stendur 11.180.000,-
Að lokum þá á ég eftir að sjá það gerast sem Göran Persson segir að skipti sköpum um framtíð okkar. Þ.e. að stjórnmálamenn
- Segi satt
- Þori að gera það sem gera þarf
- Stuðli að sanngjarnri dreifingu byrða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2008 | 22:15
Óráð
Bókunin frá Össuri komin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |