7.12.2008 | 16:46
Dánardægur Jóns Sigurðssonar
4.12.2008 | 14:19
Allt er þegar þrennt er
Síldarsýkingin mikið áfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2008 | 09:08
Eru menn bara flón
"segist Davíð hafa hreina samvisku, enda hafi hann lengi varað við því hvert stefndi og verið mjög gagnrýninn í garð nýju auðmannanna en ávallt talað fyrir daufum eyrum."
Hannes Hólmsteinn segir í bloggi sínu um daginn að ein af ástæðunum fyrir bankahruninu sé framganga "áhættukapítalista".
Og svo kemur Davíð aftur og hreinsar til. "Ekki svona kapítalista heldur hinsegin kapítalista"!!!!
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2008 | 09:43
Strandsiglingar
Það er lífsspurmál fyrir þjóðina alla að strandsiglingar hefjist að nýju. Skip sem sigla "vestur um" og "austur um" einu sinni í viku eru nauðsynleg til þess að endurreisa atvinnulífið á landsbyggðinni. Hafið hefur alltaf verið hinn eini sanni hringvegur Íslands og fiskurinn í sjónum og sauðkindin það sem haldið hefur í okkur lífinu í þúsund ár. Ef nýta á auðlindir þjóðarinnar af skynsemi fyrir þjóðarhag þá er þetta eitt af því fyrsta sem gera þarf til að treysta grunninn og efla samstöðuna.
Skipaútgerð ríkisins var lögð niður 1992 af ríkistjórn Davíðs Oddssonar með Halldór Blöndal samgönguráðherra í fararbroddi. Helstu rökin fyrir þessari aðför að landsbyggðinni voru þau að ekki mætti "niðurgreiða" þessa útgerð. Allar götur síðan hafa vegir landsins verið niðurgreiddir, kostaðir af ríkinu eins og eðlilegt er.
Ef koma þarf vöru frá Bíldudal til Raufarhafnar þá þarf fyrst að senda hana til Reykjavíkur (kr.37 þús/tonn) og þaðan norður (kr.45 þús/tonn) skv. taxta Flytjanda (ágúst 2008).
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.11.2008 | 16:15
Svæðisútvarpi lokað
Þegar draga skal úr kostnaði við rekstur Ríkisútvarpsins, útvarps allra landsmanna þá er byrjað á að leggja niður svæðisútvarpið. Það er um að gera að brjóta niður allt sem stuðlað getur að samstöðu fólks í hinum dreifðu byggðum. Ég held að Ríkisútvarpið ætti að upplýsa okkur um rekstrarkostnað stofnunarinnar, í smáatriðum. Hvað vinna margir hjá þessu fyrirtæki okkar og hver eru laun og hlutverk hvers og eins. Ég veit ekki hvort það er rétt sem ég hef heyrt að nokkur hundruð manns vinni hjá stofnuninni. Fróðlegt væri að fá ítarlegar upplýsingar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2008 | 23:42
Frumvarp um rannsóknarnefnd
Vonandi verður bankahrunið skoðað í heild, aðdragandinn með tilkomu gjafakvótans og endalokin þegar peningarnir voru búnir. Búið að sólunda öllu sem margar kynslóðir hafa dregið að landi og setja í tóma steypu. Í fréttinni um þetta segir: "Nefndin getur farið jafn langt aftur í tímann við rannsóknina og hún telur sig þurfa til að fá sem gleggsta yfirsýn yfir málið." Það verður að rannsaka þetta mál í heild. Ef það verður ekki gert verður þjóðin áfram sundruð og ekki lífvænlegt í þessu landi.
Víðtækar rannsóknarheimildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2008 | 00:00
Gjafakvótinn var upphafið og ætti að vera endirinn á sorgarsögunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2008 | 20:19
Má búast við heiðarlegri endurreisn Nýja-Íslands?
Í hvað fara peningarnir sem þjóðin hefur fengið að láni. Það væri fróðlegt að fá upplýsingar um það. Hve mikið fer í að borga svokölluð jöklabréf? Hve mikið til þess að bjarga gjaldþrota sjávarútveginum frá því að lenda í höndum erlendra banka? Er eðlilegt að sömu öfl og komu okkur á vonarvöl fái að ráðskast með peninga sem við og afkomendur okkar þurfum að borga með blóði, svita og tárum. Enn hefur ekkert verið sagt um það hvernig á að afla tekna í framtíðinni. Enn er ekkert farið að ræða um það hvernig megi nýta auðlindir landsins á sem hagkvæmastan hátt fyrir þjóðina alla. Enn hefur ekkert komið fram um það að íbúar landsins muni allir sitja við sama borð í framtíðinni þegar farið verður að skipta tekjunum sem aflað verður.
Það vantar alla umræðu um grundvallaratriði og segja má að það sé undarlegt þar sem sem hér er ekki um flókna hluti að ræða. Það eru bara einfaldar spurningar um réttlæti. Í orði kveðnu eigum við öll að hafa fengið uppeldi sem byggist á frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Það ættu allir að vita hvað þessi orð þýða.
Við vitum hvað hefur gerst og við þurfuð að vita hvers vegna. Þegar búið er að skilgreina allan aðdraganda ófaranna, áratugi aftur í tímann, þá fyrst er hægt að byrja heiðarlega uppbyggingu. Ég get ekki séð að neinn stjórnmálaflokkur sé farinn að fjalla af neinu viti um grundvallaratriði.
19.11.2008 | 00:20
Bara grín
13.11.2008 | 13:39
Flytjum út atvinnuleysið
Við höfum reynslu í að losna við atvinnuleysi. Það þarf ekki annað en að líta til þess sem gerst hefur í sumum sjávarbyggðum landsins á síðustu 10 - 15 árum. Framsal aflaheimilda var ástæða þess sem þar gerðist og nú eru sömu markaðslögmálin búin að setja landið á hausinn.
Þriðjungur þjóðarinnar vill flytja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |