Oft var þörf en nú er nauðsyn að hafa skoðun og tjá sig.

Í ljósi atburða liðinna vikna þá geta fáir orðabundist og ég þarf líka að fá útrás fyrir skoðanir mínar.  Mörg vorum við búin að sjá bresti í samfélagsbyggingunni um langa hríð en fáir áttu von á hamförunum.  En svo gengu ósköpin yfir og svo alvarlega hriktir í stoðum samfélagsins að búast má við því að það hrynji til grunna eins og hús sem byggt var á sandi.  Og ef það hrynur, hverjir og hvernig á þá að byggja nýtt.  Eiga sömu smiðirnar og byggðu gamla húsið að koma að byggingu þess nýja og á að byggja það aftur á sama sandinum.  Fúskararnir eru nú á fullu að reyna að hafa stjórn á rústabjörguninni og e.t.v. að finna leiðir til að tryggja sér sjálfum það sem kann að vera heillegt og aðstöðu til þess að ráða yfir nýbyggingunni.  Því fylgja áhrif og völd.

En af því að ég hef nú fengið mikla þörf til þess að tjá mig opinberlega þá ætla ég að birta hér það eina sem ég hef látið frá mér fara, en það er fyrir utan nokkrar athugasemdir á www.arnfirdingur.is um verndun gamalla húsa á Bíldudal,  grein sem ég setti á www.bb.is og heitir "Hver fór heim með sætustu stelpunni af Hrunaballinu?" 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband