7.11.2008 | 11:18
Er bśiš aš skipta um mannskap ķ brśnni?
Višvörunarraddir af landsbyggšinni hafa lengi bent į aš landiš muni sporšreisast ef allir neyšist til aš flytja į sušvestur horniš. Žetta er myndlķking, žjóšarskśtan fer į hlišina ķ fyrsta storminum ef aflanum er ekki komiš fyrir į réttan hįtt ķ lestinni. Og nś hefur žetta gerst, žvķ sem žjóšin aflaši var ekki skipt rétt į milli žegnanna. Į nokkrum įratugum hefur aršurinn af aušlindinni sem gerši žjóšina rķka safnast saman į SV-horninu og aldrei meš meiri hraša heldur en frį žvķ aš framsal aflaheimilda var leyft. Įbyrgšin į skipbrotinu liggur hjį žeim sem stżršu skipinu og stefnunni sem žeir tóku.
Mig langar til aš birta hér oršrétt stutta klausu śr Fréttablašinu sķšan ķ vor sem mér fannst vitna um žaš aš stefnan vęri röng. Bankarįšsmašurinn kunni ekki į kompįsinn og žį ekki radarinn. Hann var og er ekki meš pungapróf.
Kvótakerfiš fjįruppspretta
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, bankarįšsmašur ķ Sešlabankanum og stjórnmįlafręšiprófessor, segir ķ grein ķ Wall Street Journal ķ gęr aš įhyggjur af fjįrmįlakerfi Ķslands séu įstęšulausar. Hannes bendir m.a. į aš hafa verši ķ huga aš mikil umsvif Ķslendinga séu fremur vegna nżs fjįrmagns en mikillar skuldsetningar. Fjįrmagniš sé ķ fyrsta lagi til komiš vegna kvótakerfisins, žar sem eignarréttindi hafi oršiš til; fiskistofnarnir séu oršnir skrįš, framseljanlegt og vešsetjanlegt fjįrmagn. Önnur uppspretta sé fjįrmagn, sem lį ónotaš ķ rķkisfyrirtękjum sem hafa nś veriš einkavędd, og sś žrišja hiš grķšarsterka lķfeyrissjóšakerfi į Ķslandi.
Er bśiš aš skipta um mannskap ķ brśnni?
Flokkur: Stjórnmįl og samfélag | Breytt 9.11.2008 kl. 22:02 | Facebook
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.