Þurfum við 3 seðlabankastjóra?

"Í Morgunkorni Glitnis í gær kom fram að  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur í samvinnu við ríkisstjórnina tekið við stjórnun peningamála, a.m.k tímabundið. Vaxtahækkunina átti að framkvæma áður en framkvæmdastjórn IMF tæki ákvörðun um hugsanlegt lán til Íslands og legði blessun sína yfir aðgerðaáætlun ríkisstjórnar og sjóðsins."

Þurfum við þá 3 seðlabankastjóra?
Ættu launin þeirra að lækka af því að ábyrgðin sem þeir bera hefur minnkað?
Miðað við íbúafjölda þyrftu Bandaríkin 3000 seðlabankastjóra.

Annars vakna svo margar spurningar um það hvernig landinu okkar er stjórnað og hvernig farið er með peningana okkar.

Þurfum við t.d. að vera með mörg sendiráð þegar við gætum samið við hinar Norðurlandaþjóðirnar um að fá að vera í horninu hjá þeim?
Þurfum við t.d. að vera með 12 ráðherra þegar Frökkum duga 15?
Miðað við íbúafjölda þyrfti Frakkland 768 ráðherra.

En þetta eru nú bara svona vangaveltur.  Auðvitað hef ég ekkert vit á þessu en ég reyni að draga úr kostnaði hjá sjálfum mér þegar harðnar á dalnum.


mbl.is Stýrivextir áfram 18%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband