Vonandi sést nú fyrir endann á vargöldinni í Írak

Barak Obama var kosinn forseti Bandaríkjanna í gær.  Ég vona að honum takist að gera heiminn betri og ég vona að ill öfl komi ekki í veg fyrir það.

Stríðið í Írak hófst þann 20. mars 2003 með innrás bandalags viljugra þjóða með Bandaríkin og Bretland í broddi fylkingar.  Skömmu fyrir þennan óheilladag var mikið kuldakast í Austur Evrópu og margir létu lífið í Moskvu vegna þess.  Innrásin í Írak var yfirvofandi.  Eftirfarandi vísur urðu þá til.

Kalt er við Kremlarmúra

króknar þar öreiginn

Auðvaldsins aum náttúra

öllu snýr hinseginn

 

Og bráðum fer Bush að stríða

og berjast við Saddams lið

Hrynur þá veröld víða

og vargöldin tekur við

 

Bestu kveðjur

Jörundur Garðarsson

Fyrrverandi löggiltur fiskmatsmaður

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband